- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann allar viðureignir sínar á Ragnarsmótinu

Handknattleikslið Selfoss sem vann Ragnarsmótið 2024. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -

Lið Selfoss stóð uppi sem sigurvegari á Ragnarsmóti kvenna sem lauk í Sethöllinni á Selfossi í gær. Selfoss-liðið vann ÍBV í þriðju og síðustu umferðinni, 27:24, og hafði þar með betur í hverri einustu viðureign sinni á mótinu. FH, ÍBV og Víkingur unnu einn leik hvert.

Viðureign Selfoss og ÍBV í gær var hin skemmtilegasta. ÍBV var með sína vöskustu sveit og hafði framan af frumkvæðið, m.a. tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 13:11. Liðin skiptust á að hafa forystuna framan af síðari hálfleik. Um tíma virtist ÍBV ætla að sigla framúr þegar liðið komst yfir, 20:18, um miðjan síðari hálfleik. Heimaliðið var ekki á þeim buxunum að tapa leiknum. Það var sterkara á lokaflanum og vann með þriggja marka mun, 27:24.

Víkingur, undir stjórn Sebastians Alexanderssonar, vann FH í uppgjöri liðanna úr Grill 66-deildinni, 30:28, í jöfnum og spennandi leik. Hafdís Shizuka Iura skoraði átta mörk fyrir Víkinga sem voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Ena Car mætti til leiks með FH og skoraði níu mörk en hún var ekki með í leikjum liðsins gegn ÍBV og Selfossi.

Selfoss – ÍBV 27:24 (11:13).
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 10, Katla María Magnúsdóttir 7, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 6, Cornelia Linnea J Hermansson 5.
Mörk ÍBV: Birna María Unnarsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Karolina Anna Olszowa 3, Klara Káradóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Birna Dís Sigurðardóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzynkowska 6, Bernódía Sif Sigurðardóttir 5.

FH – Víkingur 28:30 (15:16).
Mörk FH: Ena Car 9, Hildur Guðjónsdóttir 8, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Aníta Björk Valgeirsdóttir 1, Dagný Þorgilsdóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 9, Bára Björg Ólafsdóttir 1.
Mörk Víkings: Hafdís Shizuka Iura 8, Auður Brynja Sölvadóttir 6, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 6, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 3, Sunna Katrín Hreinsdóttir 3, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 2, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 2.
Varin skot: Anna Vala Axelsdóttir 6.

Sjá einnig:

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Leikjadagskrá Grill 66-deilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -