- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sækjumst ekki eftir að toppa í þessum mánuði

Magnús Stefánsson, Dagur Arnarsson og fleiri úr ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ég er sáttur við þá stöðu sem við erum í á undirbúningstímanum. Eins og venjulega á þessum tíma erum við mjög þungir. Það kemur vissulega niður á handboltalegum gæðum í undirbúningsleikjunum. Það má alveg vera þannig á þessum tíma. Við erum ekkert óvanir því,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV í samtali við handbolta.is nú þegar skammt er til upphafs Olísdeildar karla. ÍBV mætir Val í upphafsleik deildarinnar í N1-höll Valsara á Hlíðarenda á miðvikudaginn kl. 18.30.

„Við sækjumst ekki eftir að toppa í þessum mánuði eða þeim næsta. Sú uppskrift sem við vinnum eftir hefur komið okkur langt á síðustu áratug og skilað góðum árangri og fáum meiðslum. Við tengjum þetta við styrktaræfingarnar sem við tökum mjög alvarlega,“ sagði Magnús en leikmenn hans hafa verið mikið við lyftingar og þungar æfingar síðustu vikur.

Marino Gabrieri kastar að marki FH í Hafnarfjarðarmótinu á dögunum. Ljósmynd/J.L.Long

Breytir leik okkar

Tveir leikmenn sem sett hafa mikinn svip á ÍBV-liðið síðustu árin, Arnór Viðarsson og Elmar Erlingsson fóru til félagsliða í Evrópu í atvinnumennsku í sumar. Magnús segir að ljóst að brotthvarf þeirra breyti leik ÍBV-liðsins. Arnór er mjög kraftmikill handknattleiksmaður og Elmar afar fljótur og snöggur.

Lögum okkur að breytingum

„Við fyllum ekki þeirra skörð [Arnórs og Elmars] með eins leikmönnum heldur með kostum sem aðrir leikmenn í hópnum hafa fram að færa. Við verðum til dæmis að aðlaga sóknarleik að breytingunum og höfum þegar hafið þá vinnu,“ segir Magnús sem fékk Króatann Marino Gabrieri, Kristófer Ísak Bárðarson úr HK og síðast en alls ekki síst Róbert Sigurðarson til ÍBV í sumar.

Róbert Sigurðarson lék með ÍBV á ný eftir árs fjarveru Hafnarfjarðarmótinu. Hér hann ásamt Ísaki Rafnssyni, Jóni Bjarna Ólafssyni og Daniel Vieira. Ljósmynd/J.L.Long

Róbert kemur reynslunni ríkar eftir ársdvöl hjá Drammen og mun binda saman vörn ÍBV eins og honum einum er lagið.

Auk þess er nægur efniviður fyrir hendi hjá ÍBV sem á eftir að koma betur fram á sjónarsviðið á næstu misserum og árum.

Spennandi tímar

„Við eigum marga unga leikmenn sem eru að koma fram á sjónarsviðið. Það er gríðarlegur áhugi fyrir handbolta í Eyjum og þeir skipta tugum peyjarnir sem æfa. Við erum í miklum meðbyr. Framundan eru spennandi tímar,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV í samtali við handbolta.is.

Komnir: Kristófer Ísak Bárðarson, Marino Gabrieri, Róbert Sigurðarson.
Farnir: Arnór Viðarsson, Elmar Erlingsson.
Karlar – helstu félagaskipti 2024

Leikjadagskrá Olísdeilda.

Fleiri viðtöl við þjálfara Olísdeildar karla:

Vissi vel að það væri áskorun falin í þessu starfi

Ungir og ferskir strákar sem eru tilbúnir að djöflast

Við erum frjálsir hér í Fjölni

Höfum mikinn áhuga á því að horfa ofar á töfluna í vetur

Erum með sama kjarna og í fyrra – skemmtilegur tími framundan

Ætlum okkur klárlega að gera betur en í fyrra

Erum ekki á þeim stað sem við viljum vera á

Það er engan bilbug á okkur að finna

Kíktu bara á vegginn, þetta er allt mjög skýrt hér

Fáum alvöru generalprufu fyrir Evrópuleikinn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -