- Auglýsing -
Fjórir leikir eru enn eftir í Meistaradeild kvenna en 124 er lokið. Györ, Brest, Vipers og CSKA munu berjast um það að lyfta titlinum eftirsótta um helgina í Búdapest. Undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og úrslitaleikirnir á morgun í Papp László Sportaréna-íþróttahöllinni í Búdapest.
Hér má sjá helstu tölfræði og staðreyndir til þessa í keppninni
- Aldrei hefur tveimur liðum frá sama landinu tekist að komast alla leið í úrslitahelgina, Final4. Rússar áttu möguleika á því núna en Rostov-Don tapaði í átta liða úrslitunum.
- Aðeins einu sinni hefur ungverska liðinu Györ mistekist að komast í Final4 helgina en það var árið 2015.
- Það er bara eitt félag sem tekur þátt í Final4 í ár sem hefur unnið Meistaradeildina áður, ungverska liðið Györ sem vann 2013, 2014, 2017, 2018 og 2019.
- CSKA sem er nýliði í Meistaradeildinni tókst strax í fyrstu atlögu að komast alla leið í undanúrslit.
- Eitt lið sem tekur þátt í Final4 hefur ekki tapað leik á keppnistímabilinu en það er ungverska liðið Györ. Það hefur unnið 12 leiki og gert fjögur jafntefli.
- Brest og CSKA eru að taka í fyrsta sinn þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Vipers er með í annað skipti. Györ er reynslumesta liðið að þessu sinni en lið félagsins er með í sjötta sinn.
- Tveir leikmenn geta unnið sinn sjötta Meistaradeildartitil á morgun, Anita Görbicz og Eduarda Amorim. Þær munu báðar yfirgefa Györ eftir þetta tímabil. Görbicz leggur skóna á hilluna en Amorim fer til Rostov í Rússlandi.
- Tveir leikmenn Vipers vonast til að vinna og vera í sigurliði Meistaradeildar í fimmta skipti. Um er að ræða Katarine Lunde og Noru Mörk, leikmenn Vipers.
- Þrjú af þeim fjórum liðum sem taka þátt í Final4 að þessu sinnu voru saman í B-riðli í riðlakeppninni, Györ, Brest og CSKA.
- Aðeins þrjú lið þriggja félaga hafa unnið Meistaradeildina frá árinu 2014, Györ, Buducnost og CSM.
- Isabelle Gulldén leikmaður Brest á markamet úrslitahelgar Meistaradeildar. Það met setti hún í úrslitaleik 2016 gegn Györ þegar hún skoraði 15 mörk í leiknum.
- Györ hefur komist í 8-liða úrslit í 15 ár í röð og í 13 skipti hefur liðinu tekist að komast í undanúrslit.
- Györ heldur áfram að setja met með hverjum leiknum sem það tapar ekki í Meistaradeildinni. Györ er taplaust í 55 leikjum í röð. Liðið tapaði síðast í janúar 2018 gegn CSM. Til viðbótar hefur ungverska stórliðið ekki tapaði leik í úrslitahelgi Meistaradeildar í fimm ár.
- Ana Gros er markahæst í Meistaradeildinni. Hún hefur skorað 118 mörk í 18 leikjum.
- Györ hefur skorað flest mörk í Meistaradeildinni til þessa, alls 580 í 18 leikjum sem gerir 32, eða 22 mörk að meðaltali í leik. Vipers er næst með 508 mörk. Brest er í þriðja sæti með 507 mörk og svo kemur CSKA með 502 mörk.
- Alls hafa verið skoruð 6.799 mörk í þeim 124 leikjum sem eru að baki í Meistaradeildinni eða 54,83 mörk að meðaltali í leik.
- Auglýsing -