- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vipers í úrslit í fyrsta sinn

Hanna Maria Yttereng og félagar í Vipers fara til Moskvu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Vipers og CSKA áttust við í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildar kvenna í handknattleik þar sem að Vipers fóru með sigur af hólmi, 33-30, eftir að hafa verið 18-12 yfir í hálfleik. Vipers mætir Brest í úrslitaleik á morgun en hvorugt liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu.

Norska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 5 mínútna leik voru þær komnar í 3-1 forystu en eftir það komst jafnvægi á leikinn og þær rússnesku unnu sig hægt og bítandi inní hann. CSKA jafnar metin 4-4 og eftir það er jafnt á öllum tölum fram að átjándu mínútu þegar staðan var 10-10. Þá fór reynslan að tikka inn hjá norska liðinu þar sem munaði mest um Katrine Lunde í markinu hjá þeim en hún varði hvert skot Rússanna á fætur öðru. Útileikmenn Vipers nýttu sér þetta og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 14-10 þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum. Vipers hélt áfram að bæta í forskot sitt það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og þegar flautað var til hálfleiks voru þær með sex marka forystu 18-12.

Leikmenn Vipers héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og eftir fimm mínútna leik voru þær komnar í átta marka forystu 22-18. Þær rússnesku reyndu hvað þær gátu að klóra í bakkann og áttu nokkra góða spretti og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk 24-21 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. En þá settu þær norsku aftur í sjötta gír og slitu sig frá þeim rússnesku á nýjan leik þar sem munaði mestu um frábæra frammistöðu Katrine Lunde í markinu en hún varði 15 skot í leiknum. Ole Gustav Gjeksted þjálfari Vipers reyndi að rúlla mikið á leikmannahópi sínum seinni hluta seinni hálfleiks með það í huga að þær væru að fara í úrslitaleik á morgun og það riðlaði leik norska liðsins töluvert sem gerði það að verkum að CSKA komst aftur inní leikinn en allt kom fyrir ekki og Vipers landaði þriggja marka sigri 33-30.

Vipers mun því spila til úrslita á morgun gegn Brest en CSKA mætir Györ í leiknum um bronsverðlaunin.

Vipers 33-30 CSKA (18-12)
Markaskorarar Vipers: Henny Reistad 10, Emilie Arntzen 5, Nora Mork 5, Heidi Loke 5, Marta Tomac 4, Jana Knedlikova 2, Vilde Jonassen 1, Linn Jorum Sulland 1.
Varin skot: Katrine Lunde 15.
Markaskorarar CSKA: Polina Vedekhina 7, Ekaterina Ilina 5, Antonina Skorobogatchenko 5, Yuliia Markova 4, Darya Dmitrieva 3, Kathrine Heindahl 2, Polina Gorshkova 1, Elena Mikhaylichenko 1, Marina Sudakova 1, Sara Ristovska 1.
Varin skot: Chana Masson 6, Anna Sedoykina 3.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -