- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvissa hjá Hjálmtý og Jóni Ásgeiri – ÍR án Hrannars

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óvíst er hvenær Hjálmtýr Alfreðsson og Jón Ásgeir Eyjólfsson verða klárir í slaginn með Stjörnunni í Olísdeild karla. Báðir eru meiddir og gátu ekki tekið þátt í viðureign Stjörnunnar og HK í 1. umferð Olísdeildar karla. Stjarnan sækir ÍBV heim í annarri umferð Olísdeildar karla á föstudaginn.

Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar sagði handbolta.is að Hjálmtýr hafi tognað á nára. Jón Ásgeir sneri sig illa á ökkla. Spurður hvenær von væri á þeim félögum til baka út á völlinn sagðist Hrannar ekki getað slegið einhverju föstu í þeim efnum en bætti við: „Það styttist vonandi í þá.“

ÍR-ingar án markakóngsins

Hrannar Ingi Jóhannsson markahæsti leikmaður ÍR í Grill 66-deildinni á síðustu leiktíð var ekki með í viðureigninni gegn Fjölni á föstudaginn. Hann er meiddur á ökkla. Bjarni Fritzson þjálfari ÍR sagði við handbolta.is að von væri á Hrannari Inga til leiks eftir tvær til þrjár vikur.

Auk þes að vera markahæsti leikmaður ÍR í Grill 66-deildinni í var Hrannar Ingi valinn besti sóknarmaður og leikmaður deildarinnar á uppskeruhátíð HSÍ í lok leiktíðar í byrjun sumars. Einnig varð hann næst markahæstur í deildinni á eftir Benedikt Emil Aðalsteinsson, Víkingi U.

Leikjdagskrá og staðan í Olísdeildum.

Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -