- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikmenn Gróttu blása á hrakspár – unnu nýliðaslaginn á Selfossi

Leikmenn Gróttu fagna sigri á síðasta tímabili og þeir halda því áfram þessu tímabili. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta gerði sér lítið fyrir og lagði Selfoss í nýliðaslag Olísdeildar kvenna í handknattleik í Sethöllinni á Selfoss í kvöld, 25:22, eftir að hafa verið yfir stærstan hluta leiksins, m.a. 12:10 í hálfleik. Úrslit sem koma e.t.v. mörgum á óvart enda vann Selfoss Grill 66-deild á síðasta tímabili með miklum yfirburðum og var reiknað með að liðið kæmi á siglingu inn í Olísdeildina. Sú hefur ekki orðið raunin. Selfoss er án stiga eftir tvær fyrstu viðureignirnar.

Grótta á hinn bóginn er komið með sín fyrstu stig í Olísdeild kvenna strax í annarri umferð. Liðið veitti ÍBV harða mótspyrnu í Hertzhöllinni á laugardaginn en tapaði naumlega. Sigurjón Friðbjörn Björnsson þjálfari Gróttu sagði við handbolta.is eftir viðureignina við ÍBV að hann og leikmenn Gróttu blésu á allar hrakspár. Í árlegri spá þjálfara og fyrirliða var Gróttu spáð neðsta sæti.

Eins og gegn ÍBV þá lék Grótta góða vörn í kvöld. Vörnin lagði grunninn að sigrinum.
Selfoss var með yfirhöndina á upphafsmínútum leiksins og komst síðan aftur yfir í stuttan tíma á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Gróttuliðið sótti í sig veðrið á ný, skoraði fjögur mörk í röð og komst yfir, 18:16. Eftir það héldu leikmenn Gróttu forskotinu út leiktímann.

Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 7, Katla María Magnúsdóttir 5/3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Hulda Dís Þrastardóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 11, 37,9% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 1, 12,5%.

Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Karlotta Óskarsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 3, Ída Margrét Stefánsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 2/2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 9/1, 32,1% – Sara Xiao Reykdal 1, 25%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Olísdeild kvenna – fréttir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -