Áfram verður nóg um að vera í handboltanum innanlands í kvöld. Þriðju umferð Olísdeildar karla lýkur en fjórir leikir fóru fram í gærkvöld. Einnig hefst keppni í Grill 66-deild karla með sannkölluðum toppslag Víkinga og Þórsara. Ofan á þetta allt saman verða fjórir leikir á dagskrá Grill 66-deildar kvenna, þar á meðal viðureign Aftureldingar og KA/Þórs að Varmá. Liðunum var spáð tveimur efstu sætum deildarinnar í spá þjálfara og fyrirliða í upphafi þessa mánaðar.
Allir leikir verða sendir út á Handboltapassnum.
Leikir kvöldsins
Olísdeild karla:
Varmá: Afturelding – KA, kl. 18.
Fjölnishöll: Fjölnir – HK, kl. 18.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.
Grill 66-deild karla:
Safamýri: Víkingur – Þór, kl. 18.
Grill 66-deild kvenna:
Ásvellir: Haukar2 – HK, kl. 20.
Varmá: Afturelding – KA/Þór, kl. 20.
Fjölnishöll: Fjölnir – FH, kl. 20.15.
Safamýri: Víkingur – Valur2, kl. 20.15.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.