- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir farnir frá Þór og óvissa um þann þriðja

Karolis Stropus í leik með Þór í vetur. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Handknattleiksmennirnir Ihor Kopyshynskyi og Karolis Stropus hafa yfirgefið herbúðir handknattleiksliðs Þórs á Akureyri. Magnús I. Eggertsson formaður handknattleiksdeildar Þórs staðfesti brottför þeirra við handbolta.is í morgun. Hann sagði þá ekki leika með Þórsliðinu á næstu leiktíð. Þórsarar verða að draga saman seglin eftir að hafa fallið úr Olísdeildinni á dögunum.

Magnús sagði að markvörðurinn Jovan Kukobat væri samningsbundinn Þór fyrir næsta keppnistímabil og blikur væru á lofti vegna áframhaldsins. „[Jovan]Kukobat er á samning næsta ár en við erum að reyna að losa hann líka en þó gæti alveg farið þannig að hann yrði hér áfram,” sagði Magnús við handbolta.is.

Ihor Kopyshynskyi, Þór. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net


Þremenningarnir, Kopyshynskyi, Stropus og Kukobat hafa leikið hér á landi um árabil. Kopyshynskyi hefur til að mynda verið á Akureyri frá 2016. Fyrst lék hann með Akureyri handboltafélagi en síðar með Þór eftir að samstarfið við KA um rekstur Akureyri handboltafélags raknaði upp. Kopyshynskyi var þriðji markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar á leiktíðinni með 130 mörk.

Markvörðurinn Jovan Kukobat gæti verið á leið frá Þór Akureyri. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Stropus kom til Þórs á síðasta sumri eftir ársdvöl hjá Aftureldingu en hann var einnig með Víkingi um skeið og síðar Akureyri handboltafélagi.
Kukobat hefur, eins og Kopyshynskyi, staðið í marki Akureyrarfélaganna um árabil.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -