- Auglýsing -
- Auglýsing -

Teitur Örn úr leik í nokkrar vikur

Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach meiddist undir lok viðureignar liðsins við Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær og verður frá keppni í nokkrar vikur, eftir því sem þýskir fjölmiðlar segja frá í dag. Teitur Örn kom til félagsins í sumar frá Flensburg og hefur verið öflugur, jafnt í vörn sem sókn.

Eftir því sem fram kemur á handball-world tognaði sin sem liggur frá hæl og fram í tær, plantar fascia. Á stundum veldur tognun í þessarar sinar iljarfellsbólgu sem getur verið erfið viðureignar.

Köster einnig frá í nokkrar vikur

Meiðsli Teits Arnar eru ekki einu slæmu meiðslin sem hrjá leikmenn Gummersbach eftir viðureignina við Leipzig í gær. Þýski landsliðsmaðurinn Julian Köster meiddist á vinstra hné.

Hann, eins og Teitur Örn verður frá keppni í nokkrar vikur. Jafnvel er talið líklegt að Köster verði frá keppni fram yfir miðjan nóvember. Það þýðir að Köster missir af fyrstu leikjum Gummersbach í riðlakeppni Evrópudeildarinnar auk margra leikja í þýsku 1. deildinni.

Meðal annars er von á Gummersbach til Íslands í október til leiks við FH í riðlakeppni Evrópudeildar í Kaplakrika 15. október.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -