- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftirmaður Þóris er fundinn – tilkynnt í fyrramálið hver tekur við

Ole Gustav Gjekstad hefur verið ráðinn þjálfari norska kvennalansliðsins til fjögurra ára frá og með 1. janúar 2025. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Norska handknattleikssambandið hefur fundið eftirmann Þóris Hergeirssonar í stól þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik. Alltént hefur sambandið boðað til blaðamannafundar í fyrramálið hvar eina fundarefnið er ráðning þjálfara kvennalandsliðsins. eftir því sem TV2 í Noregi segir frá í kvöld.

Fullyrt að Gjekstad taki við

Fullyrt er að Norðmaðurinn Ole Gustav Gjekstad verði eftirmaður Þóris sem lætur af störfum um áramót, að loknu Evrópumótinu sem haldið verður í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Fljótlega eftir að Þórir tilkynnti í síðasta mánuði að hann ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning við norska handknattleikssambandið var Gjekstad nefndur til sögunnar og þótti líklegastur.

Sigursæll þjálfari

Gjekstad 56 ára gamall Norðmaður og þrautreyndur þjálfari sem þekkir norskan kvennahandknattleik eins fingurna á sér. Síðasta rúma árið hefur hann þjálfað Odense Håndbold í Danmörku. Gjekstad var þjálfari Vipers Kristiansand frá 2018 til 2023. Þrjú síðustu árin vann liðið Meistaradeild Evrópu auk þess að vinna nánast alla leiki heimafyrir í Noregi.

Áður en Gjekstad tók við Vipers 2018 var hann þjálfari kvennaliðs Larvik frá 1999 til 2005 og aftur frá 2011 til 2015. Larvik hafði á þessum árum nokkra yfirburði í norsku úrvalsdeildinni auk þess að vera eitt fremsta félagslið Evrópu. Vipers og Larvik urðu samtals 13 sinnum Noregsmeistarar undir stjórn Gjekstad.

Gjekstad tók sér frí frá þjálfun kvenfólks frá 2005 til 2008 og stýrði þá karlaliði Drammen með frábærum árangri. Liðið varð tvisvar norskur meistari og einu sinni bikarmeistari á þremur árum.

Auk glæsilegs þjálfaraferils lék Gjekstad handknattleik á sínum yngri árum og tók m.a. þátt í 149 landsleikjum á árunum 1986 til 1995 þar sem hann skoraði í 548 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -