- Auglýsing -
- Auglýsing -

Burst í Belgíu – tólf leikmenn skoruðu fyrir Hauka

Sara Sif Helgadóttir, markvörður Hauka, fór á kostum í Belgíu. Mynd/Haukar
- Auglýsing -


Haukar gjörsigruðu belgíska liðið KTSV Eupen í fyrri viðureign liðanna í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í dag, lokatölur 38:16. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 19:9.

Leikurinn fór fram í Eupen í Belgíu, rétt eins og síðari viðureignin á morgun. Þá verður flautað til leiks klukkan 15 að íslenskum tíma.

Væntanlega er ekki tekið of djúpt í árinni með því að segja að Haukar eru a.m.k. komnir með annan fótinn í næstu umferð Evrópubikarkeppninnar.

Eins og úrslit leiksins gefa til kynna voru Haukar með mikla yfirburði í leiknum. Leikmenn Eupen áttu í mestu erfiðleikum gegn varnarleik Hafnfirðinga. Þar á ofan var Sara Sif Helgadóttir í miklum ham í markinu. Forskot Hauka var 10 mörk að loknum fyrri hálfleik og alls 22 mörk þegar upp var staðið. Munurinn segir meira en mörg orð.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hjá Haukum með 11 mörk í 15 skotum. Alls skoruðu 12 af 14 útileikmönnum Hauka mark að þessu sinni.

Leikurinn í dag var sá fyrsti hjá kvennaliði Hauka í Evrópukeppni í hálft áttunda ár.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 11, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdottir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1, Birta Jóhannsdóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1.

Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12, 46,1% – Elísa Helga Sigurðardóttir 3, 60%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -