- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Guðmundur, Elvar, Ágúst, Dana, Vilborg, Einar

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum þegar Bjerringbro/Silkeborg vann Kolding á heimavelli í gær í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 33:27. Bjerringbro/Silkeborg færðist upp í fjórða sæti deildarinnar með átta stig eftir sex leikið. Staðan gæti breyst í dag eftir að Fredericia HK mætir Nordsjælland á heimavelli. Með sigri endurheimtir Fredericia efsta sætið.
  • Elvar Ásgeirsson skoraði tvisvar þegar Ribe-Esbjeg tapaði fyrir Ringsted, 30:29, í 6. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var í Ringsted. Ágúst Elí Björgvinsson var ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg í leiknum. Ribe-Esbjeg er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar með tvö stig.
  • Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði 10 mörk og var markahæst hjá Volda þegar liðið vann Trondheim Topphåndball, 34:25, á heimavelli í 4. umferð næst efstu deildar norska handknattleiksins í gær. Volda er efst með átta stig eftir fjóra leiki. Fjellhammer og Aker eru ekki langt á eftir með sex stig hvort að loknum þremur leikjum.
  • Vilborg Pétursdóttir skoraði tvö mörk þegar lið hennar AIK náði naumlega jafntefli við Skånela, 31:31, í 3. umferð í næst efstu deild sænska handknattleiksins í gær. AIK var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Leikmenn Skånela sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik. AIK jafnaði metin á síðustu sekúndu leiksins. Liðin tvö sem mættust eru í öðru til þriðja sæti deildarinnar með 5 stig að loknum þremur leikjum.
  • Einar Bragi Aðalsteinsson var ekki á meðal þeirra sem skoruðu fyrir IFK Kristianstad þegar liðið tapaði á heimavelli í gær, 32:29, fyrir Ystads IF HF. IFK Kristianstad er í öðru sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki. Ystads IF HF hefur farið afar vel af stað og er efst og taplaust í úrvalsdeildinni með 10 stig og hefur þar að auki leikið einni viðureign færra en Kristianstad.
  • Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

    [email protected]
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -