- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö marka tap FH-inga í Toulouse

Jón Bjarni Ólafsson skoraði fimm mörk fyrir FH í Toulouse. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


FH hóf þátttöku sína í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik með sjö marka tapi í hörkuleik gegn franska liðinu Fenix Toulouse, 37:30, í Toulouse í kvöld. Franska liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:16. Fenix Toulouse er í efsta sæti frönsku 1. deildarinnar ásamt PSG með 10 stig eftir fimm leiki og ljóst að hér er á ferðinni öflugt lið.

Þrátt fyrir að talsverða reynslu hafi skort í FH-liðið þá átti það í fullu tré við leikmenn Fenix Toulouse í fyrri hálfleik. Hvað eftir annað munaði aðeins einu marki á liðunum og voru FH-ingar meira að segja nærri því að jafna metin.

Aðeins dró í sundur með liðunum þegar kom fram í síðari hálfleik og náði Fenix Toulouse allt upp í fimm til sex marka forskoti. Leikmenn FH minnkuðu muninn í þrjú til fjögur mörk allt þar til í lokin að leikmenn Fenix Toulouse tóku völdin og skoruðu m.a. þrjú síðustu mörkin.

Naumur sigur

Í hinni viðureign riðilsins vann Gummersbach sænsku meistarana IK Sävehof með tveggja marka mun, 37:35, í Þýskalandi. Gummersbach mætir til leiks í Kaplakrika eftir viku.

Án reynslumanna

FH-liðið var án Arons Pálmarssonar, Ásbjörns Friðrikssonar og Ólafs Gústafssonar í leiknum og munar um minna gegn sterku evrópsku félagsliði enda eru þremenningarnir afar reynslumiklir.

Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 8, Jón Bjarni Ólafsson 5, Birgir Már Birgisson 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Ingvar Dagur Gunnarsson 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Garðar Ingi Sindrason 2,
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 9, 23,8% – Birkir Fannar Bragason 0.

Mörk Fenix Toulouse: Concalo Marins Vieira 8, Nemanja Ilic 6, Erwin Jan Feuchtmann 5, Casper Emil Käll 4, Niko Mindegia Elizaga 4, Uros Mitrovic 3, Téo Jarry 2, Uros Kojadinovic 2, Romain Giraudeau 1, Gabríel Nyembo 1, Edouard Kempf 1.
Varin skot: Jef Lettens 10, 29,4% – Gabriel-Rares Marchins 1, 16,6%.

Veit að næsta lyftingaæfing verður öflug hjá þeim

Var mikið hjarta í þessari frammistöðu okkar

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 1. umferð, úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -