- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nielsen er sterklega orðaður við Veszprém

Danski markvörðurinn Emil Nielsen. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Hávær orðrómur er uppi um að danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen kveðji Evrópumeistara Barcelona þegar samningur hans rennur út sumarið 2026. Fjölmiðlar í Katalóníu fullyrða að Nielsen hafi ákveðið að taka tilboði ungverska meistaraliðsins Veszprém HC sem á dögunum varð heimsmeistari félagsliða.

Engu máli skiptir þótt forráðamenn Barcelona freisti Danans með mjög góðu tilboði.

Fá félög eru betur sett með markverði um þessar mundir en Barcelona því auk Danans er Gonzalo Pérez de Vargas landsliðsmarkvörður Spánar hjá félaginu.

Viktor Gísli til Barcelona?

Vargas hefur samið við THW Kiel frá og með næsta sumri. Oftsinnis hefur Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, hefur sterklega verið orðaður við Barcelona og að hann eigi að koma í stað Vargas.

Ekki haft erindi sem erfiði

Handball-World segir frá hugsanlegum vistaskiptum danska landsliðsmarkvarðarins og vitnar í fjölmiðlamanninn Ramon Salmurri sem heldur úti þætti í Catalunya Ràdio. Salmurri segir forráðamenn Barcelona hafa gert allt til þess að halda í Nielsen en þeir ekki hafa haft erindi sem erfiði. Koma Xavi Pascual fyrrverandi þjálfara Barcelona til Veszprém mun hafa sitt að segja.

Pascual er ætlað að láta draum forráðamanna Veszprém um sigur í Meistaradeild Evrópu verða að raunveruleika. Veszprém hefur á síðasta áratug margoft verið hársbreidd frá sigri í keppninni. Þar á ofan munu vera til nægir peningar hjá Veszprém til þess að tryggja sér krafta eins allra besta markvarðar heims um þessar mundir.

Kom fyrir tveimur árum

Nielsen hefur af og til verið orðaður við flutning til Veszprém allt frá sumrinu 2023. Hann kom til Barcelona sumarið 2022 eftir þrjú ár með Nantes. Þar áður var Nielsen hjá danska liðinu Skjern og var m.a. liðsfélagi Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar og Tandra Más Konráðssonar leikmanns Stjörnunnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -