- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Var skíthræddur við leikinn

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals.
- Auglýsing -


„Ég er mjög ánægður með sigurinn enda var ég skíthræddur við leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Íslandsmeistara Vals eftir sigurinn á Haukum, 28:22, í Olísdeild kvenna í handknattleik í N1-höllinni í dag.

„Haukaliðið er gríðarlega vel mannað og fékk tvö púsl til viðbótar fyrir tímabilið sem vantaði í fyrra. Annarsvegar Rut Jónsdóttir sem er með bestu ferilsskrá íslenskrar handboltakonu, frábær leikmaður, hinsvegar Söru Sif sem var keypt frá Val. Hún er frábær markvörður. Það var því fyllsta ástæða til þess að vera hræddur við leikinn í dag,“ sagði Ágúst Þór sem hældi liði sínu á hvert reipi í samtali við handbolta.is.

Meiri hraði

„Við spiliðum frábærlega, ekki síst var varnarleikur og markvarsla mjög góð. Í síðari hálfleik tókst okkur að keyra betur upp hraðann. Þá skoruðum við fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Frammistaðan var virkilega góð,“ sagði Ágúst Þór sem stundi við þegar hann var spurður hvort fargi væri af honum létt.

Skýrar framfarir

„Við höfum bætt okkur jafnt og þétt með hverjum leik. Ég var ekkert alltof ánægður með okkur framan af en gegn Fram, í Evrópuleikjunum og nú gegn Haukum þá eru skýrar framfarir. Ég er því sáttur. Mótið er hinsvegar bara rétt byrjað og við megum ekki fara framúr okkur. Meðan frammistaðan er svona þá erum við í fínum málum. Við verðum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálf, ekki um aðra. Meðan við æfum vel og höldum einbeitingu þá erum við í fínum málum. Liðin í kringum okkur er hættuleg. Ávísun á vandræði er að slaka á,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals ákveðinn að vanda.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Sjá einnig:

https://handbolti.is/afgerandi-stadan-vals-jafntefli-i-skogarseli-urslit-dagsins
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -