- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad í undanúrslit þriðja árið í röð

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliðið Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -


Kolstad komst í undanúrslit í norsku bikarkeppninni í handknattleik karla í dag eftir öruggan sigur á Nærbø, 29:25, á heimavelli. Kolstad er þar með komið skrefi nær því að vinna bikarkeppnina þriðja árið í röð.

Að vanda létu íslensku handknattleiksmennirnir hjá Kolstad að sér kveða. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk en fékk síðan beint rautt spjald á sjöundu mínútu síðari hálfleiks.

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði skoraði ekki mark að þessu sinni.

Sigurjón var ekki með

Sigurjón Guðmundsson, markvörður, var ekki í liði Kolstad. Torbjørn Sittrup Bergerud markvörður mætti til leiks í dag eftir nærri þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla. Bergerud varði 20 skot, 47%.

Elverum, ØIF Arendal og Drammen kræktu í sæti í undanúrslitum um nýliðna helgi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -