- Auglýsing -
- Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans hjá Fredericia HK færðust upp í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í gær með sigri á Ribe-Esbjerg, 31:26, á útivelli í gær.
- Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson komu ekki mikið við sögu í sóknarleik Fredericia HK í leiknum. Þeir áttu sitt hvort markskotið. Þau geiguðu.
- Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Ribe-Esbjerg í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson varði ekki skot þann tíma sem hann var í marki Ribe-Esbjerg-liðsins sem hefur átt erfitt uppdráttar fram til þessa á leiktíðinni. Liðið rekur lestina með tvö stig eftir sjö leiki í næst neðsta sæti.
Fredericia HK er í þriðja sæti með tíu stig eins og Aalborg og Bjerringbro/Silkeborg. GOG er efst með 14 stig.
- Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í karla- og kvennaflokki og í fleiri deildum evrópska handknattleiks er að finna hér.
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir og samherjar í Aarhus United unnu Bjerringbro, 34:31, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Elín Jóna varði þrjú skot þá stund sem hún var í marki Aarhus United, 25%. Aarhus United er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fimm fyrstu leikina.
- Auglýsing -