Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson eru mættir til Ystad í Svíþjóð. Þar bíður þeirra dómgæsla í viðureign Ystads IF HF og pólska liðsins Chrobry Glogow í 3. umferð D-riðlis Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Þeim ber að flauta til leiks klukkan 16.45, 18.45 að staðartíma.
Svavar Ólafur og Sigurður Hjörtur hafa getið sér gott orð á síðustu árum í dómgæslu í leikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu, jafnt í Evrópukeppni félagsliða og í landsleikjum auk yngri stórmóta. Leikurinn í Ystad í kvöld verður þriðji leikur þeirra í Evrópudeildinni á leiktíðinni að meðtalinni forkeppninni í haust.
Ystads IF HF, sem er efst í sænsku úrvalsdeildinni eftir sjö umferðir með 12 stig, hlaut eitt stig í tveimur fyrstu viðureignum sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Chrobry Glogow hefur þegar krækt í þrjú stig.
Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 2. umferð, úrslit