- Auglýsing -
- Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Porto sem lagði HC Vardar, 26:22, í viðureign liðanna í F-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Leikurinn fór fram í Skopje í Norður Makedóníu. Sigurinn færði Porto upp í annað sæti í riðlinum. Porto tekur á móti HC Vardar í heimsókn eftir viku.
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 8 mörk og var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen í fjögurra marka sigri í heimsókn til franska liðsins Limoges, 31:27. Kadetten er efst í C-riðli með fjögur stig eftir þrjá leiki og jók þar með nokkuð á vonir um sæti í 16-liða úrslitum. Svissneska meistaraliðið tekur á móti Limoges á heimavelli á næsta þriðjudag.
- Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica eru í góðum málum í efsta sæti C-riðils með þrjá sigurleiki. Sá síðasti kom í hús í gær þegar Benfica lagði Tatran Presov í Slóvakíu, 24:16. Stiven Tobar skoraði 4 mörk. Óvenju fá mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, aðeins 15. Benfica var yfir, 9:6.
- Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði 3 mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg þegar liðið tapaði fyrir Granollers, 36:27, í þriðju umferð B-riðils Evrópudeildar karla í handknattleik í gær. Leikið var á Spáni. Bjerringbro/Silkeborg var þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16, en missti sterkt lið Granollers fram úr sér í síðari hálfleik. Vonir Bjerringbro/Silkeborg um að ná öðru sæti riðilsins og komast áfram í 16-liða úrslit dvínuðu verulega við þetta tap.
- Elliði Snær Viðarsson skoraði ekki mark fyrir Gummersbach þegar liðið vann Fenix Toulouse, 33:26. í H-riðli Evrópudeildarinnar á heimavelli í gær. Liðin eru með FH og IK Sävehof í riðli. Teitur Örn Einarsson var ekki með Gummersbach vegna meiðsla. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Liðin mætast aftur eftir viku í Toulouse.
- Arnar Freyr Arnarsson skoraði 4 mörk fyrir Melsungen og Elvar Örn Jónsson 3 mörk í stórsigri Melsungen á Val, 36:21, eins og kom fram á handbolti.is í gærkvöld. Melsungen er með yfirburðastöðu í F-riðli með sex stig eftir þrjá sigurleiki og með jákvæða markatölu sem nemur 36 mörkum.
- Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdu viðureign Ystads IF HF og Chrobry Glogow frá Póllandi í Ystad í Svíþjóð í gær. Heimaliðið vann örugglega, 36:30, en þetta var sigur Ystads IF HF í riðlinum.
- Auglýsing -