- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur er nýjasti gestur Klefans með Silju Úlfars

- Auglýsing -


Erlingur Richardsson íþróttafræðingur og handboltaþjálfari settist í Klefann hjá Silju Úlfars og ræddi handbolta, þjálfaraferilinn og hvernig það er að fara í nýtt umhverfi og setja saman nýtt teymi og lið. Erlingur starfar núna hjá austuríska liðinu Mödling þar sem verið er að byggja upp nýtt lið „mitt hlutverk er að koma minni heimspeki inn í klúbbinn, hjálpa þjálfurum og kenna þeim og vera þeim til halds og trausts,“ segir Erlingur sem fer um víða völl í Klefanum.

Mikilvægi fjölbreytni

Erlingur ræðir m.a. um þjálfun á börnum og unglingum og mikilvægi þess að stunda fjölbreyttar íþróttir. Sérhæfing felur í sér að einbeita sér að einni íþrótt eða grein snemma á ferlinum. Þó að slíkt geti leitt til hraðari þróunar á ákveðnum sviðum, hefur rannsóknir sýnt að það getur einnig aukið líkur á meiðslum og kulnun. Hann nefnir að meiðslatíðni sé oft hærri hjá þeim sem sérhæfa sig snemma, enda taka þeir þátt í einhæfari hreyfingum.

Betri líðan barna

Erlingur bendir á að börn sem stunda margar íþróttir á unga aldri sýni betri líðan og hafa minni áhyggjur. „Eftir því sem þær eru fleiri, þ.e. fleir en tvær, þá líður börnunum betur, “ segir Erlingur, en hann útskýrir það betur í þættinum auk þess að koma inn á akademíur sem víða hafa skotið upp kollinum. Greinir hann m.a. frá athyglisverðum niðurstöðum sem kynntar voru á ráðstefnu í Noregi á dögunum.

Vill efla íþróttakennslu í skólum

Erlingur vill einnig að skoðað verði hvort hægt sé að efla íþróttakennslu aðeins aftur, nýta hana betur varðandi líkamsbeitingu, jafnvægi, styrk, samhæfingu og fleira.

Allt þetta og mikið fleira í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Klefinn hjá Silju Úlfars sem aðgengilegur á hlaðvarpsveitum, en einnig er hægt að tengjast þættinum hér fyrir neðan með einum smelli.

Efnisatriði þáttarins:

2:00 – Mödling þjálfara verkefnið
19:40  – Akademían í Vestmannaeyjum
23:40 – Íþrótta akademíur – niðurstöður sláandi
25:20 – Leikfimikennsla
31:00 – Þjálfun erlendis
34:20 – Að finna góðan fyrirliða
44:30 – Saudi Arabía
49:15 – Sérhæfing ungs íþróttafólks – barnastjarna eða afreksmaður
1:02:00 – Rannsóknir, Belgía, og fleira.
1:05;40 – Ef Erling mætti ráða, hvernig myndi hann setja þetta upp?
1:11:50 – Fjölskyldan

Meira lesefni hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -