- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Betri, tveir Valsarar, Fahlgren, Lunde, Gitmark, Golla

Færeyska kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í Evrópumótinu í fyrsta sinn. Mynd/Facebook-síða Handknattleikssambands Færeyja
- Auglýsing -
  • Færeyska tryggingafélagið, Betri, hefur ákveðið að styrkja færeyska handknattleikssambandið um 2,5 milljónir færeyskra króna, jafnvirði um 50 milljóna íslensra króna. Peningarnir eru eyrnamerktir undirbúningi og þátttöku færeyska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu sem fram fer í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi í lok nóvember og í byrjun desember. Færeyska landsliðið tekur í fyrsta sinn þátt í lokakeppni EM í kvennaflokki. 
  • Tveir leikmenn Vals, Allan Norðberg og Bjarni í Selvindi eru í landsliðshópi Færeyinga sem valinn var á dögunum til þátttöku í leikjum við landslið Kósovó og Úkraínu í undankeppni EM 2026 sem. Fyrri leikurinn, gegn Kósovó verður í Þórshöfn 6. nóvember en sá síðari í Litáen hvar landslið Úkraínu leikur heimaleiki sína í undankeppninni.  Færeyska hópinn er að finna hér
  • Patrik Fahlgren fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar í handknattleik verður aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Svíþjóðar og verður þar af hægri hönd Michael Apelgren sem á dögunum var ráðinn landsliðsþjálfari. Fahlgren er núverandi þjálfari Hammarby. Hann lék á sínum tíma 53 landsleiki og var nokkurra ára skeið leikmaður í Þýskalandi, t.d. hjá Flensburg og Melsungen
  • Hin þrautreynda, Katrine Lunde, landsliðsmarkvörður Noregs og Vipers Kristiansand, segist vera viss um að framtíð Vipers sér björt eftir fjárfestar komu að félaginu rétt í þann mund sem til stóð að leggja félagið niður og lýsa gjaldþrota. Lunde telur að nýir fjárfestar sem koma inn í félagið séu ekki að tjalda til einnar nætur. 
  • Peter Gitmark sem var formaður stjórnar Vipers Kristiansand hefur sagt starfi sínu lausu í framhaldi af komu nýrra fjárfesta að norska stórliðinu verður skipt um stjórn. Morten Jørgensen sem er í hópi þeirra sem koma að félaginu með nýtt hlutafé sagði það vera eina af kröfum þeirra að ný stjórn taki við.
  • Vipers Topphåndball sem skráð var fyrir keppnisleyfi Vipers Kristiansand hefur verið sett í þrot en keppnisleyfi, samningar við leikmenn og fleira tengt fært yfir að félagið Våg HK.
  • Miklar vangaveltur hafa verið upp í síðustu daga um það hvort Johannes Golla fyrirliði þýska landsliðsins kveðji Flensburg þegar samningur hans við félagið rennur út sumar 2026, eftir ríflega hálft annað ár. Komi til þess er Golla sterklega orðaður við MT Melsungen, efsta lið þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir og andstæðings Vals í Evrópubikarkeppninni á næsta þriðjudag. 
  • Michael Allendorf framkvæmdastjóri MT Melsungen segir við þýska fjölmiðla í dag að menn verði að anda með nefinu þótt orðrómur sem þessi öðlist líf á síðum eins og Handball Leaks á Instagram. Ekki sé allt sannleikur sem þar sé kastað fram.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -