- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mein sem þarf að bregðast við

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Ég viðurkenni að vera einn þeirra sem hef stundum hrifist af stuðningsmönnum ÍBV. Síðast á dögunum skrifað ég pistil þar sem lýst var aðdáun minni á dugnaði þeirra við að styðja kvennalið félagsins í úrslitakeppninni í handknattleik. Var ekki annað að sjá og heyra þá en allt væri eins og það á að vera.
  • Á síðustu árum hafa af og til komið upp atvik þar sem fámennur hópur ungra karlamanna  fer út fyrir öll mörk á kappleikjum sem hefur ekkert að gera með stuðning við liðið. Hefur slíkt jafnt átt sér stað á heimavelli og á útivelli. Ekki er langt síðan að ÍBV var úrskurðað til greiðslu sektar eftir framkomu nokkurra stuðningsmanna í kappleik í Vestmannaeyjum. Framkoma sem fór algjörlega fram úr öllu hófi.
  • Fleiri atvik mætti tína til. Ef ég man rétt voru leiðindi í kringum leiki ÍBV og Hauka fyrir fáeinum árum.
  • Nýjasta dæmið er frá leik FH og ÍBV í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í handknattleik í síðustu viku þar sem fámennur hópur svokallaðra stuðningsmanna hafði uppi orðfæri frá upphafi til enda leiksins um leikmenn FH-liðsins að líkja má við einelti. Orðfæri sem er með ólíkindum og er ekki hægt að réttlæta. Á það að vera hverjum manni bærilega ljóst að slíkt á ekki heima íþróttakappleikjum sem við viljum að sé fjölskylduskemmtun.
  • Svo virðist sem í gangi sé undarlegur kúltur hjá fámennum hópi sem gengur út á að gera lítið úr andstæðingnum með meiðandi hætti. Hér er á ferðinni mein sem þarf að taka á. Það er ekki nóg að þrífa eftir sig ruslið í áhorfendastúkunum eftir leiki. Hreinsa þarf til á fleiri vígstöðvum. Um er að ræða þjóðþrifamál.

    Ívar Benediktsson, [email protected]
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -