- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Heiðmar, Arnór, Jón, tapaði stigi, Milano mættur, Nikolic sagt upp

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari þýska 1. deildarliðsins Hannover-Burgdorf. Mynd/Hannover-Burgdorf
- Auglýsing -
  • Hannover-Burgdorf fór í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld þegar liðið vann lánlaust lið Stuttgart, 33:20, á heimavelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem hefur 15 stig að loknum níu leikjum en stöðuna í þýsku 1. deildinni er m.a. að finna hér
  • Arnór Atlason og liðsmenn hans í TTH Holstebro töpuðu á heimavelli í gærkvöld fyrir SønderjyskE í 10. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, 32:28. Hinn ungi handknattleiksmaður, Jón Ísak Halldórsson, var ekki í leikmannahópi TTH Holstebro.  TTH Holstebro situr í fimmta sæti deildarinnar með 11 stig eftir 10 leiki. 
  • Franska liðið Nantes varð í gærkvöld fyrsta liðið til þess að vinna stig af Evrópumeisturum Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á þessari leiktíð. Nantes og Barcelona skildu jöfn, 31:31, í Frakklandi í síðasta leik sjöundu umferðar B-riðils Meistaradeildar. Liðin eru í tveimur efstu sætum riðilsins. Þriggja vikna hlé verður nú gert á keppni í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. 
  • Guillermo Milano hefur verið ráðinn þjálfari RK Vardar í stað Vlado Nedanovski sem sagt var upp störfum á mánudagsmorgun. Milano, sem er einnig þjálfari argentínska landsliðsins í handknattleik karla, er ráðinn til loka keppnistímabilsins. RK Vardar er væntanlegt hingað til lands í næsta mánuði til leiks við Val í riðlakeppni Evrópudeildar.
  • Áfram er mikið los á þjálfaramálum RK Zagreb. Andrija Nikolic þjálfara liðsins var vikið frá störfum í gærmorgun, daginn eftir stórtap liðsins, 36:24, fyrir Magdeburg í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Nikolic hefur verið ár í starfi en stjórnendur félagsins hafa fimmtán sinnum sagt upp þjálfara króatíska meistaraliðsins á síðasta áratug.
  • Auk Nikolic var aðstoðarþjálfarinn Ivan Cupic einnig leystur frá störfum í gærmorgun.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -