- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingarnir í efsta sætið á nýjan leik

Elvar Örn Jónsson handknattleiksmaður hjá MT Melsungen. Mynd/Melsungen.
- Auglýsing -


Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og félagar í MT Melsungen endurheimtu efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á nýjan leik í kvöld þegar þeir unnu Erlangen, 32:27, á heimavelli í Rothenbach-Halle í Kassel. Elvar Örn skoraði þrjú mörk og var með fullkomna nýtingu auk þess að vera öflugur í vörninni að vanda. Arnar Freyr kom lítið við sögu.

Hafa jafnað sig

Nokkrir leikmenn Melsungen sem fengu frí frá Íslandsferðinni í upphafi vikunnar mættu sprækir til leiks í kvöld og létu að sér kveða. Þar á meðal Dainis Kristopans og David Mandic sem voru markahæstir með sex mörk hvor. Íslandsfararnir Rogerio Moraes Ferreira og Aaron Mensing skoruðu fimm mörk hvor. Timo Kastening mætti einnig sprækur eftir meiðsli og skoraði fjórum sinnum.

Tim Gömmel og Antonio Metzner skoruðu sjö mörk hvor fyrir Erlangen-liðið sem heldur áfram að vera í hópi neðstu liða deildarinnar.

Spenna á toppnum

Melsungen hefur 16 stig að loknum níu leikjum, er stigi fyrir ofan Hannover-Burgdorf. Magdeburg er í þriðja sæti með 12 stig en á tvo leiki inni á liðin tvö fyrir ofan.

Þriðji sigur Göppingen

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Göppingen unnu neðsta liðið Potsdam, 30:25, á heimavelli í gær og lyftu sér upp í 13. sæti með sex stig. Ýmir Örn skoraði tvisvar.

Rhein-Neckar Löwen tapaði hinsvegar í gær fyrir Eisenach á heimavelli, 36:32. Talsvert er um meiðsli hjá Löwen um þessar mundir. Arnór Snær Óskarsson fékk loksins að spreyta sig í leiknum en náði ekki að skora fyrir Löwen.

Jafnt í slag efstu liðanna

Í annarri deild þá skildu Bergischer HC og Balingen-Weilstetten jöfn, 26:26, á heimavelli Bergischer í gærkvöld. Arnór Þór Gunnarsson er þjálfari Bergischer sem er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig. Tjörvi Týr Gíslason skoraði ekki mark í leiknum.

Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen-liðið en það er í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Bergischer en hefur leikið einum leik færra.

Stöðuna í 1. og 2. deild þýska handknattleiksins er að finna hér ásamt stöðunni í fleiri deildum evrópsks handknattleiks.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -