Bosníumenn reyndust leikmönnum íslenska landsliðsins lengi vel erfiðir í viðureigninni í undankeppni EM karla í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöld. Þegar á leið gaf bosníska landsliðið eftir, ekki síst eftir að stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson mætti inn á leikvöllinn í síðari hálfleik. Með samvinnu við samherja sína sprengdi Þorsteinn upp vörn Bosníumanna hvað eftir annað. Hann skoraði átta mörk í níu skotum í sínum fjórða A-landsleik. Ekkert fékkst við Þorstein Leó ráðið, sem betur fer.
Fleiri ný andlit ef svo má segja voru í stórum hlutverkum í leiknum í gær. Einn þeirra, Orri Freyr Þorkelsson, gerði einnig usla og skoraði næst flest mörk leikmanna íslenska landsliðsins í leiknum, 6.
Sjá einnig: Myndaveisla: Það er hollt, gott og gaman að vera saman í Höllinni
Næsti leikur íslenska landsliðsins í undankeppni EM verður við landslið Georgíu í Tíblisi á sunnudaginn. Flautað verður til leik klukkan 14.
Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari hafði augun á leikvellinum í sigurleiknum á Bosníu í gær, 32:26. Hér fyrir neðan er nokkrar myndir frá leikvellinum.
(smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri).