- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ótrúlega spenntar fyrir leiknum við Kristianstad

Leikmenn Vals vonast til þess að fara að stað um miðjan dag. Ljósmynd/Aðsend
- Auglýsing -


„Við erum ótrúlega spenntar fyrir leiknum við Kristianstad á laugardaginn,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Íslandsmeistara Vals í samtali við handbolta.is en á morgun, laugardag, tekur Valsliðið á móti sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad HK á heimavelli í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna en sú síðari verður eftir rúma viku í Svíþjóð. Samanlagður sigurvegari beggja leikja kemst áfram í 16-liða úrslit. Leikurinn í N1-höllinni hefst klukkan 16.30.


Með Kristianstad leika m.a. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir landsliðskona og Berta Rut Harðardóttir sem lék um árabil með Haukum en hefur síðustu ár leikið í Danmörku og Svíþjóð við góðan orðstír. 

Tilbreyting að mæta sænsku liðið

„Það er líka gaman að mæta sænsku félagsliði sem leikur handknattleik sem við þekkjum betur en mörg þeirra liða frá austur hluta Evrópu sem við höfum oft leikið gegn á síðustu árum í Evrópukeppninni. Ekki skemmir fyrir að tvær íslenskar handknattleikskonur leika með sænska liðinu. Ofan á annað þá er framundan í næstu viku mikið þægilegra ferðalag í útileik,“ sagði Þórey Anna sem einnig gleðst yfir að fá heimaleik í Evrópukeppni. Valur hefur oft selt heimaleikinn til að draga úr kostnaði við þátttökuna í Evrópukeppninni sem er talsverð. 

Kristianstad vann hollenska liðið Westfriesland SEW samanlagt með 19 marka mun, 67:48, heima og að heiman í 64-liða úrslitum. 
Á sama tíma hafði Valur betur á móti Zalgiris Kaunas frá Litáen í tveimur leikjum á útivelli, 65:45.
Tvær íslenskar handknattleikkonur leika með Kristianstad, Berta Rut Harðardóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir en sú síðarnefnda er landsliðskona.
Kristianstad HK er í níunda sæti af 12 liðum í sænsku úrvalsdeildinni með fjögur stig að loknum sex leikjum.

Þurfum allan stuðning

„Við þurfum bara allan þann stuðning sem möguleiki er á þegar leikið er á heimavelli. Ég vona að fá sem flesta áhorfendur til þess að hvetja okkur til dáða um leið og peningar koma í kassann til þess að standa undir kostnaði við þátttöku. Við óskum eftir góðum stuðningi og lofum skemmtilegum leik,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals í samtali við handbolta.is.

Eigum fyrir höndum glímu við sterkt lið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -