KA varð í dag Íslandsmeistari í 4. flokki karla, yngra ári. KA vann Aftureldingu í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ, 20:15. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 9:9. KA-menn voru með tögl og hagldir allan síðari hálfleikinn þótt Aftureldingarliðinu tækist um skeið að jafna metin, 13:13.
Dagur Árni Heimisson var valinn maður leiksins. Hann fetar í fótspor móður sinna, Mörthu Hermannsdóttur, sem varð Íslandsmeistari með KA/Þór á síðasta sunnudag.
Mörk KA: Dagur Árni Heimisson 6, Magnús Dagur Jónatansson 5, Heiðmar Örn Björgvinsson 3, Hugi Elmarsson 3, Aron Daði Stefánsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 10.
Mörk Aftureldingar: Hrafn Guðmundsson 7, Haukur Guðmundsson 4, Stefán Hjartarson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Jökull Einarsson 1, Aron Valur Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Sigurjón Atlason 13.