- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM-þátttaka Elliða Snæs er ekki sögð í hættu

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi og landsliðsmaður. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þátttaka Elliða Snæs Viðarssonar á heimsmeistaramótinu í handknattleik er ekki í hættu vegna þeirra meiðsla sem eru og hafa hrjáð hann síðustu vikur. Eyjamaðurinn verður að taka því rólega í nokkrar vikur til að ná sér góðum. „Ég er með teygt aftara krossband og beinmar. En það ætti samt allt saman að gróa og lagast á næstu vikum,“ segir Elliði Snær í samtali við RÚV í dag.


Elliði Snær hefur ekki tekið þátt í nokkrum undanförnum leikjum með Gummersbach í Þýskalandi auk þess sem hann varð að draga sig út úr íslenska landsliðinu fyrir leikina við Bosníu og Georgíu í undankeppni EM2026 á dögunum.

Talið í vikum

„Það er í raun óvitað hvað ég þarf að hvíla lengi. En það er frekar talið í vikum en mánuðum og samkvæmt læknum bæði heima og hérna úti er stórmótið ekki í hættu,“ sagði Elliði Snær ennfremur við RÚV. Hann var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Bosníu í Laugardalshöll í síðustu viku.

Fyrsti leikur Íslands á HM verður í Zagreb í Króatíu 16. janúar gegn landsliði Grænhöfðaeyja. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sagði við handbolta.is að æfingar landsliðsins fyrir mótið hefjist ekki af krafti fyrr en 2. janúar vegna þess að margir leikmenn sem hann hefur í hyggju að velja leika á milli jóla og nýárs með félagsliðum sínum ytra.

Auk landsliðs Grænhöfðaeyja verður íslenska landsliðið í riðli á HM með Slóvenum og Kúbumönnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -