Guðjón Valur Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan starfssamning um þjálfun þýska handknattleiksliðsins VfL Gummersbach. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027 og bindur enda á vangaveltur ytra um framtíð hans hjá félaginu. Guðjón Valur tók við þjálfun sumarið 2020 þegar hann lagði keppnisskóna á hilluna.
Guðjón Valur hefur byggt upp VfL Gummersbach-liðið á undanförnum árum frá því að leika í 2. deild til þess að vera eitt af betri liðum þýsku 1. deildarinnar. Hann var valinn þjálfari ársins í þýska handboltanum fyrir leiktíðina 2022/2023. Undir hans stjórn hafnaði í VfL Gummerbach í 6. sæti á síðustu leiktíð og tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 12 ár.
Nú um stundir er Gummersbach í 5. sæti þýsku 1. deildarinnar gætveimur stigum á eftir efsta liðinu, MT Melsungen þrátt fyrir mótbyr vegna töluverðra meiðsla í leikmannahópnum. Gummersbach á einnig sæti víst í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
„Ég er ánægður og þakklátur yfir að halda áfram starfi mínum hjá Gummersbach,“ er haft eftir Guðjóni Val í tilkynningu frá félaginu.