- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kvöldkaffi: Dana, Harpa, Guðmundur, Arnór, Einar,

Dana Björg Guðmundsdóttir landsliðskona og leikmaður Volda. Ljósmynd/Ívar
- Auglýsing -
  • Dana Björg Guðmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik, var markahæst hjá Volda með sjö mörk þegar liðið vann Storhamar2, 27:23, í næst efstu deild norska handknattleiksins í dag. Volda er efst í deildinni með 15 stig eftir níu leiki. Fjellhammer er stigi á eftir en á tvo leiki inni á Volda. Aker hefur 14 stig eins og Fjellahammer en á leik til góða á Volda. 
  • Dana Björg kemur til móts við íslenska landsliðið á mánudaginn þegar undirbúningur hefst fyrir Evrópumótið sem hefst undir lok þessa mánaðar. 
  • Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði þrjú mörk þegar lið hennar TMS Ringsted vann langþráðan sigur í næst efstu deild danska handknattleiksins í dag. TMS Ringsted lagði AGF, 25:24, á heimavelli.  Harpa María skoraði sigurmarkið þegar 27 sekúndur voru til leiksloka, 25:23. Leikmönnum AGF tókst að klóra í bakkann á allra síðustu sekúndum með 24. markinu en það dugði skammt.  Með sigrinum tókst TMS Ringsted að lyfta sér upp um tvö sæti, úr 10. sæti og upp í það áttunda með sex stig eftir átta leiki. 
  • Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk, öll úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Halden, 26:22, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Hann geigaði ekki á skoti, ekki fremur en Sveinn Jóhannsson eða Sigvaldi Björn Guðjónsson. Sveinn skoraði þrisvar og Sigvaldi Björn tvisvar. 
  • Kolstad er eftir sem áður í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 18 stig að loknum 10 leikjum. Elverum er efst með 18 stig einnig en hefur lokið níu leikjum. Elverum sækir Nærbø heim á morgun. Einnig mætast þá Arendal og Drammen en Íslendingar eru í herbúðum beggja liða. 
  • Fredericia HK, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, vann öruggan sigur á Bjerringbro/Silkeborg, 30:21, á heimavelli í dag í dönsku úrvalsdeildinni en þetta var 100. leikur Fredericia HK eftir að Guðmundur Þórður tók við þjálfun liðsins sumarið 2022. Hvorki Arnór Viðarsson Einar Þorsteinn Ólafsson skoruðu mörk í leiknum. 
  • Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði tvö mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg og átti eina stoðsendingu. Bjerringbro/Silkeborg er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir 11 leiki. Fredericia HK er tveimur stigum ofar í þriðja sæti með 17 stig eins og Aalborg Håndbold sem vann stórsigur á Kolding, 36:16. Nýr þjálfari Kolding, Sebastian Seifert, fékk þar með enga draumabyrjun. 
  • Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -