- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Baráttusigur hjá Janusi Daða og félögum í Kielce – myndskeið

Janus Daði Smárason fékk oft óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Kielce og bar þess merki. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Janus Daði Smárason og félagar í ungverska liðinu Pick Szeged stukku upp í annað sæti B-riðils með baráttusigri á Industria Kielce, 35:31, í Póllandi í kvöld í 8. umferð. Eftir jafnan leik þá var ungverska liðið sterkara á síðustu 10 mínútum viðureignarinnar á erfiðum útivelli í Kielce sem fá lið fara í burtu með sigur.


Janus Daði, sem fékk högg á höfuðið í fyrri hálfleik og lék með umbúðir fyrir ofan annað augað það sem eftir var skoraði þrjú mörk og stjórnaði leik Pick Szeged af festu í báðum hálfleikum.
Mario Sostaric skoraði sex mörk fyrir Pick Szeged og Borut Markovsek og Benjámin Szilágyi skoruðu fimm mörk hvor.

Janus Daði Smárason reynir að komast framhjá Theo Monar leikmanni Industria Kielce. Ljósmynd/EPA

Dujshebaev með á ný

Arkadiusz Moryto var atkvæðamestur hjá Kielce með sjö mörk. Alex Dujshebaev mætti til leiks eftir tveggja mánaða fjarveru og skoraði sex mörk.

Meistararnir slá ekkert af

Í hinum leik B-riðils í kvöld vann Barcelona öruggan sigur á Nantes, 35:30, á heimavelli. Barcelona er í efsta sæti riðilsins með 15 stig, hefur unnið sjö leiki og gert eitt jafntefli.

Evrópumeistararnir eru því enn til alls líklegir þrátt fyrir meiðsli í herbúðum liðsins. M.a. er Dika Mem úr leik. Hinn vanmetni franski handknattleiksmaður, Timothey N’guessan var markahæstur með átta mörk. Aitor Ariño Bengoechea og Aleix Gómez skoruðu sex mörk hvor. Julien Bos var markahæstur hjá Nantes með átta mörk.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -