Á morgun verður hiklaust dregið í 8 liða úrslit Powerrade bikarkeppni karla í handknattleik þótt kæra liggi fyrir hjá dómstól HSÍ vegna framkvæmdar eins leiks sem fram fór í 16-liða úrslitum. Samkvæmt tilkynningu frá HSÍ verður hafist handa við að draga klukkan 12.15 í Mínigarðinum.
Heitið er streymi frá viðburðinumm á miðlum HSÍ.
Eftirfarandi lið karla eru í pottinum: Afturelding, Fram, Haukar, ÍR, KA, Stjarnan, Valur/Grótta, Selfoss/FH. Tvær viðureignir eru eftir í 16-liða úrslitum.
Það lið sem fyrst verður dregið fær heimaleik. Þó skal það lið sem er í lægri deild eða félög utan deilda ávallt fá heimaleik gegn liði sem er úr efri deildum.
Leikir í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins eiga að fara fram 17. og 18. desember.