Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í kvöld. Að þessu sinni fjölluðu umsjónarmenn þáttarins um fyrri leik Vals og Hauka í úrslitaeinvíginu í Olísdeild karla
Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks á Hlíðarenda þar sem að markmenn liðanna voru í miklu stuði. Valsmenn náðu forystunni eftir 10 mínútna leik sem þeir héldu allt til loka leiks þrátt fyrir harða atlögu frá Haukunum. Þeim félögum fannst dómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson falla aðeins á prófinu þegar þeir létu hjá líða að sýna Þráni Orra Jónssyni leikmanni Hauka rautt spjald þegar hann fór í andlitið á Arnóri Snæ Óskarssyni leikmanni Vals.
Undir lok þáttar fóru þáttarstjórnendur yfir Final4 í Meistaradeild karla þar sem þeir lýstu yfir undrun á að engin íslensk sjónvarpsstöð hafi séð sóma sinn í að sýna hvorki frá Final 4 karla né kvenna.