- Ísak Steinsson markvörður varði þrjú skot, 20%, þann tíma sem hann stóð í marki Drammen í gær í jafnteflisleik við Bergen, 30:30, á heimavelli í 11. umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Viktor Petersen Norberg skoraði eitt mark fyrir Drammenliðið sem er í 5. sæti deildarinnar með 11 stig. Bergen er fimm stigum ofar í fjórða sæti.
- Viðureign Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hluti leikmannahóps Gummersbach fékk matareitrun í keppnisferð til Svíþjóðar í vikunni og gat t.d. ekki flogið heim í gær. Leikurinn var á þriðjudaginn gegn IK Sävehof og var sá síðasti í riðlakeppni Evrópudeildar þetta árið.
- Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og Teitur Örn Einarsson lék með liðinu í Svíþjóð. Elliði Snær Viðarsson fór ekki til Svíþjóðar vegna meiðsla. Þýskir fjölmiðar segja að helmingur leikmannahóps Gummersbach sem fór til Svíþjóðar hafi veikst.
- Upplýst hefur verið að þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke gengur til liðs við Flensburg næsta sumar. Ljóst hefur verið um nokkurt skeið að Witzke ætlaði ekki að vera áfram hjá SC DHfK Leipzig. Hann á að fylla skarð Svíans Jim Gottfridsson sem samið hefur við Pick Szeged.
- Auglýsing -