- Auglýsing -
- Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru taldir á meðal 20 mestu happafenga félaga í evrópskum handknattleik á þessari leiktíð sem senn er á enda. Um er að ræða mat sérfræðinga á vegum vefsíðunnar handball-planet. Ómar Ingi Magnússon þykir hafa verið slíkur happafengur fyrir SC Magdeburg að hann er í fjórða sæti listans. Ómar Ingi kom til félagsins á síðasta sumri frá Aalborg Håndbold.
- Hinn Íslendingurinn á listanum er Viggó Kristjánsson. Hann er níunda sæti listans. Stuttgart krækti í Viggó frá Wetzlar á síðasta ári. Viggó hafði verið í nokkra mánuði hjá Wetzlar þegar Stuttgart samdi við Seltirninginn sem áður hafði ekki fest rætur hjá Leipzig.
- Efstur á fyrrnefndum lista er Svíinn Felix Claar sem kom til liðs við Aalborg frá Alingsås í Svíþjóð. Lukas Sandell, sem einnig er leikmaður dönsku meistaranna Aalborg, er í öðru sæti og Luc Steins miðjumaður PSG er í þriðja sæti en PSG keypti hann frá Toulouse í nóvember eftir að Nikola Karabatic sleit krossband í hné. Slóveninn Domen Makuc er í fimmta sæti, næstur á eftir Ómari Inga.
- Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, var valinn maður leiksins í fyrrakvöld þegar GOG vann Holstebro í oddaleik um bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 33:29, en áður hefur verið sagt frá leiknum á handbolti.is. GOG mætir nýkrýndum Danmerkumeisturum Aalborg í undanúrslitum bikarkeppninnar á morgun. GOG á titil að verja en liðið varð bikarmeistari í haust eftir sigur á Holstebro í úrslitaleik.
- Elvar Örn Jónsson verður einnig í eldlínunni í bikarkeppninni í Danmörku á morgun. Elvar og félagar í Skjern leika við Mors Thy í undanúrslitum. Sigurliðin leika til úrslita á sunnudaginn og tapliðin um bronsið. Þetta verða síðustu leikir Elvars Arnar fyrir Skjern en hann gengur til liðs við Melsungen í Þýskalandi í sumar.
- Molakaffi: Sabate hættir, Filter, lögðu árar í bát, Kündig
- Dagur stýrði Króötum til öruggs sigurs á Slóvenum – öll úrslit vináttuleikja
- Grill 66 kvenna: 10 marka sigur Víkinga – Fjölnir önglaði í tvö stig
- Sandra á sigurbraut í Oldenburg
- Hefur engan áhuga á danska kvennalandsliðinu
- Auglýsing -