- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjöundi sigur Þórs í röð – endurheimtu efsta sætið

Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs og liðsmenn eru í unnu Víkinga á heimavelli í dag. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Þór vann sinn sjöunda leik í röð í Grill 66-deild karla í handknattleik í dag þegar liðið lagði Víking, 32:26, í Höllinni á Akureyri. Um leið fóru Þórsarar upp í efsta sæti deildarinnar með 14 stig að loknum átta leikjum. Selfoss er með jafnmörg stig eftir sigur á Haukum2 í gær en hefur leikið einum leik fleira.

Víkingar sitja í þriðja sæti með 12 stig að loknum níu leikjum.


Ljóst var frá upphafi að leikmenn Þórs ætluðu að svara fyrir tapið í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Grill 66-deildarinnar 20. september, 32:31, í Safamýri. Leikmenn Þórs voru með yfirhöndina frá upphafi. Þeir höfðu fimm marka forskot í hálfleik, 17:12, og héldu vel í horfinu í síðari hálfleik. Flest gekk upp hjá liðinu, jafnt í vörn sem sókn.

Valur sótti tvö stig til Eyja

Í hinni viðureign dagsins í Grill 66-deildinni lagði Valur2 liðsmenn HBH í Vestmannaeyjum, 30:24. Valur er með 10 stig í fjórða sæti deildarinnar eins og Hörður. HBH rekur lestina með tvö stig.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Þór – Víkingur 32:26 (17:12).
Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 9, Oddur Gretarsson 9, Aron Hólm Kristjánsson 4, Hafþór Már Vignisson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Garðar Már Jónsson 3.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 16.
Mörk Víkings: Ásgeir Snær Vignisson 8, Kristján Helgi Tómasson 6, Sigurður Páll Matthíasson 6, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Igor Mrsulja 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 5, Stefán Huldar Stefánsson 5, Daníel Andri Valtýsson 3.

HBH – Valur2 24:30 (12:15).
Mörk HBH: Hinrik Hugi Heiðarsson 6, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Adam Smári Sigfússon 4, Birkir Björnsson 2, Nökkvi Guðmundsson 2, Andrés Marel Sigurðsson 2, Breki Þór Óðinsson 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1, Egill Oddgeir Stefánsson 1.
Varin skot: Helgi Þór Adolfsson 11, Sigurmundur Gísli Unnarsson 5.
Mörk Vals2: Daníel Örn Guðmundsson 8, Gunnar Róbertsson 6, Daníel Montoro 5, Knútur Gauti Kruger 2, Loftur Ásmundsson 2, Logi Finnsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Matthías Ingi Magnússon 1, Dagur Ármannsson 1, Kovan Zeravan 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 9, Anton Máni Heldersson 2.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -