- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjöundi sigur Noregs – 12 leikmenn skoruðu 40 mörk

Ingvild Kristiansen Bakkerud skorar eitt marka sinn fyrir norska landsliðið gegn Sviss í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann stórsigur á landsliði Sviss, 40:24, í síðasta leik milliriðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að efsta sæti riðilsins kæmi í hlut norska landsliðsins. Sviss rak lestina í riðlinum, án stiga.


Um var að ræða einstefnu frá upphafi til enda í Wiener Stadthalle í kvöld, e.t.v. eins og við mátti búast. Noregur var 11 mörkum yfir í hálfleik, 24:13.

Þórir Hergeirsson nýtti allan leikmannahópinn í kvöld og náði að dreifa mjög álaginu á milli leikmanna sinna. Svo langt gekk hann í þeim efnum að Katrine Lunde markvörður sat á meðal áhorfenda að þessu sinni. Silje Solberg stóð í markinu í fyrri hálfleik og Eli Marie Raasok í þeim síðari. Raasok stóð sig afar vel og var með yfir 50% markvörslu.

Emilie Margrethe Hovden og Sanna Charlotte Solberg-Isaksen skoruðu fimm mörk hvor fyrir norska landsliðið en mörkin 40 skiptust niður á 12 leikmenn.

Tabea Schmid skoraði sjö mörk fyrir landslið Sviss og Daphané Gautschi var næst með fimm mörk.

Undanúrslitaleikir á föstudaginn:
Kl. 16.45: Noregur - Ungverjaland.
Kl. 19.30: Frakkland - Danmörk.
Leikur um 5. sætið:
Kl. 14: Svíþjóð - Holland.
- Úrslitaleikirnir verða á sunnudaginn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -