- Auglýsing -
- Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk og Aron Pálmarsson tvö mörk í 17 marka sigri Veszprém í heimsókn til Tatabánya, 38:21, í 13. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Frakkinn Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk. Þjóðverjinn Christian Dissinger skoraði sex mörk fyrir Tatabánya og var markahæstur. Veszprém er efst í deildinni með 24 stig eftir 13 leiki. Pick Szeged er í öðru sæti með 22 stig en á leik til góða. Tatabánya situr í þriðja sæti með 19 stig.
- Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur og skoraði átta mörk, sex þeirra úr vítaköstum, þegar Kadetten Schaffhausen vann Pfadi Winterthur, 30:23, á heimavelli í 17. leik liðsins í svissnesku A-deildinni á leiktíðinni. Kadetten er efst í deildinni með 31 stig í 17 leiki.
- Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk þegar Dinamo Búkarest vann CSM Constanta, 32:23, á heimavelli í rúmensku 1. deildinni í handknattleik í gær. Dinamo er sem fyrr efst í deildinni með fullt hús stig eftir 12 leiki.
- Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark en gaf tvær stoðsendingar þegar lið hans, Balingen-Weilstetten sótti heim og tapaði fyrir Bayer Dormagen, 39:37, á útivelli í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Mikið hefur gengið á herbúðum Dormagen upp á síðkastið. M.a. var þjálfara liðsins sagt á dögunum eftir aðeins hálft ár í starfi. Allt þetta hefur þjappað leikmönnum saman.
- Balingen er í þriðja sæti 2. deildar með 19 stig eftir 15 leiki. Dormagen er í sjötta sæti með 16 stig. Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar, er efst með 22 stig að loknum 14 viðureignum.
- Stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.