- Auglýsing -
- Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik í gær þegar Kadetten Schaffhausen vann HSC Suhr Aarau, 31:29, á útivelli í svissnesku A-deildinni í gær. Óðinn Þór skoraði níu mörk í 10 skotum. Eitt markanna skoraði hann úr vítakasti. Kadetten Schaffhausen er áfram lang efst í deildinni með 33 stig eftir 18 leiki.
- Harpa María Friðgeirsdóttir skoraði þrisvar í þriggja marka tapi TMS Ringsted í viðureign við Rødovre HK, 29:26, á heimavelli í gær. Leikurinn var liður í næst efstu deild danska handknattleiksins. Ringsted er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með sjö stig þegar 10 leikir eru að baki.
- Þrátt fyrir hvert áfallið á eftir annað í leikmannahópnum þá unnu leikmenn SC Magdeburg lið Rhein-Neckar Löwen með 11 marka mun á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 36:25. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar. Magdeburg er í fimmta sæti með 21 stig eftir 14 leiki.
- Ýmir Örn Gíslason og félagar í Göppingen unnu óvæntan sigur á Wetzlar, 27:24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær á heimavelli. Göppingen hefur verið í basli á leiktíðinni með Wetzlar hefur gert liðum í efri hlutanum skráveifu. Ýmir Örn skoraði ekki mark í gær en tók til hendinni í vörninni, svo mjög að honum var þrisvar sinnum vikið af leikvelli. Göppingen er í 13. sæti með 10 stig.
- Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði sigri með leikmönnum sínum á heimavelli í gær gegn HC Erlangen, 31:25. Hannover-Burgdorf er áfram í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar meðan HC Erlangen situr áfram á meðan allra neðstu liðanna.
- Á laugardaginn tapaði SC DHfK Leipzig á heimavelli með fjögurra marka mun fyrir THW Kiel, 32:28, í þýsku 1. deildinni. Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir SC DHfK Leipzig. Viggó gaf þrjár stoðsendingar og Andri Már tvær. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari SC DHfK Leipzig sem er í 12. sæti af 18 liðum deildarinnar með 12 stig.
- Stöðuna í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla ásamt stöðunni í mörgum öðrum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
- Tjörvi Týr Gíslason skoraði eitt mark í þriggja marka sigri Bergischer HC á VfL Lübeck-Schwartau á heimavelli, 30:27, 2. deild þýska handknattleiksins. Arnór Þór Gunnarsson er annar þjálfara Bergischer HC sem er efst í 2. deild með 24 stig eftir 15 leiki, þremur stigum ofar en Hüttenberg. GWD Minden og Balingen-Weilstetten eru í þriðja og fjórða sæti með 19 stig hvort.
- Auglýsing -