- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Dagur og félagar skelltu meisturunum

Dagur Gautason leikmaður ØIF Arendal. Mynd/Helge Olsen
- Auglýsing -


Dagur Gautason og liðsfélagar í ØIF Arendal gerðu sér lítið fyrir lögðu meistara Kolstad á heimavelli í kvöld í 16. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Arnór Snær Óskarsson fór á kostum hjá Kolstad en það nægði ekki til að koma í veg fyrir annað tap liðsins í deildinni á leiktíðinni, 33:32 voru lokatölur í Sør Amfi.


Kolstad var fjórum mörkum undir þegar þrjá og hálf mínúta var til leiksloka, 33:29. Þrátt fyrir ákafa sókn á lokamínútunum tókst meistaraliðinu ekki að krækja í annað stigið.

Sigurinn færði ØIF Arendal upp í sjötta sæti deildarinnar. Kolstad er áfram í öðru sæti en hefur tapað fimm stigum meðan efsta liðið, Elverum, hefur aðeins tapað einu stigi.

Dagur skoraði þrjú mörk í þremur skotum fyrir ØIF Arendal.


Arnór Snær skoraði sjö mörk í níu skotum fyrir Kolstad og átti þar að auki þrjár stoðsendingar. Benedikt Gunnar, bróðir Arnórs, skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum. Tvö markanna voru úr vítaköstum. Benedikt Gunnar gaf þar að auk þrjár stoðsendingar. Sveinn Jóhannsson skoraði tvisvar. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með vegna meiðsla. Sander Sagosen skoraði sjö mörk eins og Arnór Snær.

Miklu máli skipti að markvörður Kolstad og norska landsliðsins, Torbjørn Sittrup Bergerud, var daufur og varði vart skot.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -