Víkingar halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Grill66-deild karla á næsta keppnistímabili. Í dag greindi handknattleiksdeild Víkings frá því að samkomulag hafi náðst við Jóhann Reyni Gunnlaugsson um að leika með Víkingi næstu tvö árin.
Jóhann Reynir, sem er hægri handar skytta, hefur leikið með Gróttu undanfarin þrjú keppnistímabil en var þar áður í Danmörku um tveggja ára skeið. Jóhann Reynir þekkir hvern krók og kima í Víkinni enda uppalinn hjá félaginu og lék með því um árabil m.a. í Olísdeildinni á árunum áður en hann fór til Danmerkur.
„Það eru mikil gleðitíðindi þegar öflugir heimamenn snúa aftur í sitt uppeldisfélag til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað. Við Víkingar væntum mikils af Jóhanni og bjóðum hann hjartanlega velkominn heim aftur,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings í kvöld.
Á föstudaginn skrifaði Gísli Jörgen Gíslason undir samning við Víkinga.
- Misstum tökin snemma leiks – grunur um slitið krossband hjá Þóri Inga
- Donni skaut lið TMS Ringsted á kaf
- Viggó og Andri Már skoruðu 15 mörk – Arnar tapaði í hafnarborginni
- Undankeppni EM kvenna ”26: Úrslit leikja
- Gegn sterku liði ÍBV verður að nýta tækifærin sem gefast