- Auglýsing -
- Barcelona staðfesti í gær að félagið hafi samið við Egyptann Ali Zein um að leika með liði félagsins. Zein á að einhverju leyti að koma í stað Arons Pálmarssonar. Zein kemur til Barcelona frá Sharjah Sports Club í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
- Eins greindi Katalóníuliðið frá því að Svíinn, Tomas Svensson, hafi verið ráðinn markvarðaþjálfari liðsins. Svensson sem var um þriggja ára skeið markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, hætti hjá Magdeburg um mánaðarmótin síðustu eftir sjö ára dvöl. Svensson var markvörður Barcelona frá 1995 til 2002.
- Argentínski landsliðsmarkvörðurinn, Leo Maciel, hefur samið við Barcelona og kemur í stað Danans Kevin Møller sem er kominn í raðir Flensburg-liðsins. Maciel mun þar með standa vaktina með Gonzalo Pérez de Vargas landsliðsmarkverði Spánar á næsta tímabili.
- Forráðamenn Aftureldingar eru í óða önn að ganga frá leikmannamálum sínum fyrir átökin í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð. Í gær framlengdi Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir samning sinn við Aftureldingarliðið til tveggja ára. Brynja Rögn er línumaður og alinn upp hjá Aftureldingu og hefur leikið með meistaraflokki undanfarin ár.
- Auglýsing -