- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ákveðin kúnst að láta daginn líða – menn iða í skinninu eftir byrja

Arnór Atlason aðstoðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik er þrautreyndur á stórmótum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Arnór Atlason aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handknattleik er þrautreyndur frá stórmótum. Hann tók þátt í annan tug stórmóta sem leikmaður landsliðsins á um 15 árum auk þess að hafa verið í þjálfaratreymi landsliðsins undanfarið hálft annað ár. Einnig vann Arnór um árabil fyrir danska handknattleikssambandið sem þjálfari yngri landsliða Danmerkur.

Arnór segir leikdag, eins og í dag þegar leikið er seint eða klukkan 20.30 að staðartíma, vera langan og strangan fyrir leikmenn og þjálfara. Ákveðin kúnst sé fólgin í að láta daginn líða því allir iði í skinninu af eftirvæntingu.

Eftir morgunmat stendur mönnum til boða að fara á lyftingaæfingu áður en farið verður í keppnishöllina í fyrsta sinn.

„Við munum vera með létta æfingu þar, fyrst og fremst til þess að leyfa mönnum aðeins að kynnast aðstæðum og sjá salinn sem leikið verður í kvöld,“ segir Arnór þegar handbolti.is rabbaði við hann í gær og bað um yfirferð á dagskrá landsliðsins síðasta sólarhringinn fyrir fyrsta leik á stórmóti.

Upprifjunarfundir

„Eftir æfingu verður upprifjunarfundur um lið Grænhöfðaeyja sem við höfum áður skoðað mjög vel. Það er allt gert til þess að við verðum eins skarpir og hægt er fyrir átökin sem bíða okkar í fyrsta leik,“ segir Arnór.

Létt æfing í keppnishöllinni

„Það er ákveðin kúnst að nýta daginn þegar leikið svona seint. Sem þjálfari og leikmaður þá má segja að menn iði í skinninu allan daginn eftir að byrja. Þess vegna förum við meðal annars í keppnishöllina rétt til að svitna og fá tilfinningu fyrir umhverfinu.

Okkar bíður leikur við Grænhöfðeyinga sem leikið af nokkra fína leiki á undirbúningstímanum og staðið sig. Þeir eru sannarlega verðugir mótherjar,“ segir Arnór um fyrsta andstæðing íslenska landsliðsins sem hafnaði í fjórða sæti á Afríkumeistaramótinu fyrir ári síðan en fimm Afríkuþjóðir eiga sæti á HM.

Skyttulið

„Lið Grænhöfðaeyja er skipað mörgum góðum skyttum. Margir leika í portúgölsku deildinni og meðal annars er markahæsti leikmaður deildarinnar í landsliði Grænhöfðaeyja. Landslið þeirra hefur átt fína æfingaleiki og tapaði með einu marki fyrir Norður Makedóníu í síðasta leik sínum áður en það kom til Zagreb,“ segir Arnór.

Meðal annars efnis sem íslensku þjálfararnir og leikmennirnir hafa skoðað síðustu daga er síðasta viðureign Íslands og Grænhöfðaeyja á HM 2023, 18. janúar nánar tiltekið. Ísland vann með 10 marka mun, 40:30. Ellefu leikmenn íslenska landsliðsins í kvöld tóku þátt í þeirri viðureign.

Nánar er rætt við Arnór í myndskeiði ofar í þessar grein. Að vanda er Arnór greinargóður í svörum og því er um forvitnilegt viðtal að ræða.

Viðureign Íslands og Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð riðlakeppni HM karla hefst klukkan 19.30 í kvöld. Handbolti.is er með blaðamann og ljósmyndara í Zagreb sem fylgjast með leiknum og öðrum því sem kemur íslenska landsliðinu við meðan það er með í mótinu.

Íslenska landsliðið leikur við Kúbu á laugardaginn kl. 19.30 og Slóveníu á mánudaginn á sama tíma. Hvað tekur við að leikjunum þremur loknum skýrist af úrslitum leikjanna þriggja við Grænhöfðaeyjar, Kúbu og Slóveníu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -