- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mikilvægt fyrir mig og liðið

Elliði Snær Viðarsson að skora eitt fimm marka sinna í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Tilfinningin er góð að hafa fengið að taka þátt í leiknum frá upphafi til enda,“ segir Elliði Snær Viðarsson í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Kúbu á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld. Þátttaka Elliða Snæs í fyrsta leiknum varð endasleppt eins og oft hefur verið minnst á.


„Það er mikilvægt fyrir mig að sýna liðinu almennilegan leik um leið og okkur tókst að gera þetta allt nokkuð fagmannlega í 60 mínútur. Ég er stoltur af liðinu,“ segir Elliði.

„Eftir síðasta leik var örlítil leiðindatilfinning hjá okkur yfir að hafa ekki gert þetta betur og unnið stærri sigur. Nú er annað upp á teningnum og allir tilbúnir að búa sig undir stóra verkefnið gegn Slóvenum á mánudaginn,“ sagði Elliði Snær sem var ekki alveg klár á hvaða dagur vikunnar er nú. „Það er alltaf föstudagur eða laugardagur.“


Elliði Snær sagði það hafa sýnt sig í upphafi hversu mikilvægt það sé fyrir landsliðið að fá Aron inn í hópinn. Honum fylgir ró og yfirvegun. „Auðvitað er það mikilvægt að fá hann inn,“ sagði Elliði Snær sem fyrir mistök var kallaður inn á gólfið fyrir leik sem fyrirliði en hann lét af því embætti um leið og fyrirliðinn gat mætt út á völlinn á ný.

Byrja strax í kvöld

„Það verður verðugt verkefni fyrir okkur að leika gegn vörn Slóvena. Við höfum aðeins fengið að líta á þá þegar við fórum yfir leik þeirra við Kúbu. Þeir hafa marga útgangspunkta í hverri sókn. Ég held að ég verði bara að byrja strax í kvöld að hefja undirbúning,“ sagði Elliði Snær Viðarsson léttur í lund í samtali við handbolta.is.

Lengra viðtal er við Elliða Snæ í myndskeiði ofar í þessari grein.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -