- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dahl, framtíðin í óvissu, kurr, Monte, Svensson

Simon Dahl hefur verið ráðinn þjálfari Aalborg Håndbold til lengri tíma. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Simon Dahl hefur verið ráðinn þjálfari danska liðsins Aalborg Håndbold til lengri tíma. Dahl var tímabundið ráðinn í haust þegar stjórn félagsins sagði Þjóðverjanum Maik Machulla upp eftir aðeins fjóra mánuði í stól þjálfara. Henrik Kronborg, sem lengi hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, verður aðstoðarþjálfari Dahls. Kronborg heldur áfram störfum fyrir landsliðið.
  • Ekki er talið útilokað að Marcin Lijewski landsliðsþjálfari Póllands í handknattleik karla verði að taka pokann sinn á næstu dögum. Hann hefur legið undir gagnrýni síðustu daga eftir að Pólland rak lestina í sínum riðli á HM og varð fyrir vikið að taka þátt í keppninni um forsetabikarinn, sæti 25 til 32.  
  • Pólska landsliðið var í afar erfiðum riðli á HM með Sviss, Tékklandi og ÞýskalandiSlawomir Szmal, forseti pólska handknattleikssambandsins og fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að framtíð landsliðsþjálfarans verði rædd af yfirvegun næstu daga. 
  • Óróleiki ríkir innan landsliðshóps Póllands. Kamil Syprzak yfirgaf liðið áður en þátttöku Póllands var lokið á HM. Hann fékk skömm í hattinn frá pólska handknattleikssambandinu en svaraði fyrir sig fullum hálsi. Nú hefur Michał Olejniczak sent frá sér yfirlýsingu og virðist allt annað en sáttur við framkomu og orðræðu landsliðsþjálfarans. 
  • Einn af betri leikmönnum brasilíska landsliðsins á HM, Bryan Monte, hefur framlengt samning sinn við franska liðið Montpellier til ársins. 2029. Monte skoraði 25 mörk og gaf 10 stoðsendingar á HM og þótti einnig vera öflugur í vörninni. Brasilíska landsliðið kom mörgum á óvart á HM en það vann sér í fyrsta sinn sæti í átta liða úrslitum. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Jonathan Svensson sem var leystur undan samningi hjá HC Erlangen í upphafi vikunnar hefur samið við topplið þýsku 1. deildarinnar, MT Melsungen, til loka keppnistímabilsins. Svensson verður þar með liðsfélagi Elvars Arnar Jónsson og Arnars Freys Arnarssonar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -