- Auglýsing -
- Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Dinamo Búkarest og Veszprém í 11. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í kvöld. Leikurinn fer fram í Búkarest. Um er að ræða fimmta leikinn sem þeir félagar dæma í Meistaradeildinni á leiktíðinni.
- Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson dæma viðureign pólska liðsins MKS Urbis Gniezno og MSK IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Póllandi 22. febrúar.
- Andrea Jacobsen skoraði eitt mark þegar lið hennar, Blomberg-Lippe, tapaði með 10 marka mun á útivelli fyrir HSG Bensheim/Auerbach, 31:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Blomberg-Lippe er áfram í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig, sjö stigum á eftir Ludwigsburg sem trónir á toppnum. HSG Bensheim/Auerbach er fimm stigum á eftir Blomberg-Lippe í 5. sæti.
- Þýska landsliðskonan Julia Behnke hefur ákveðið að hætta handknattleiksiðkun í sumar. Behnke, sem er samherji Söndru Erlingsdóttur hjá TuS Metzingen og fyrirliði liðsins, hefur leikið 125 landsleiki fyrir Þýskaland og var síðast með á EM undir lok síðasta ár.