- Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk í öruggum sigri FC Porto á Marítimo Madeira Andebol SAD, 39:25, á heimavelli í gær í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik. Porto er í efsta sæti deildarinnar með 19 sigurleiki af 20 mögulegum.
- Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki Charlottenlund í gær þegar liðið vann Melhus, 31:21, í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Sigurjón varði 16 skot, 52%. Hann var þó ekki allan leiktímann í markinu. Charlottenlund var sex mörkum yfir í hálfleik, 19:13. Liðið er í þriðja sæti deildarinnar.
- Aldís Ásta Heimisdóttir lék ekki með Skara HF í gær vegna veikinda. Skara vann leikinn, 26:22, á heimavelli. Skara er í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir 18 leiki, er þremur stigum á undan IK Sävehof sem er efst.
- Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged töpuðu óvænt í gær fyrir Balatonfüred KSE, 38:36, á útivelli í ungversku 1. deildinni í handknattleik. Janus Daði skoraði eitt mark. Pick Szeged hefur þar með tapað fjórum stigum í deildinni í vetur og Veszprém tveimur.
- Tumi Steinn Rúnarsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu þegar lið hans, Alpla Hard, vann HSG Graz, 34:28 í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær á útivelli. Að vanda var Hannes Jón Jónsson þjálfari Alpla Hard við hlíðarlínuna að stjórna sínum mönnum.
- Alpla Hard er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig eftir 17 leiki, hefur fjögurra stiga forskot á Krems og Füchse þegar fimm umferðir eru eftir.
- Daníel Þór Ingason og liðsmenn Balingen-Weilstetten töpuðu fyrir ASV Hamm-Westfalen, 29:28, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Daníel Þór skoraði ekki mark að þessu sinni.
- Tapið setur strik í reikning Balingen í áformum liðsins að endurheimta sæti sitt í efstu deild. Eftir tvo tapleiki í röð er Balingen fallið í 5. sæti með 25 stig eftir 20 leiki. Bergischer HC er efst með 28 stig að loknum 19 leikjum og Hüttenberg er með 27 stig, einnig eftir 19 leiki. GWD Minden er í þriðja sæti með 25 stig en hefur aðeins lokið 18 leikjum en veikindi hafa sett strik í reikning leikjadagskrár liðsins.
- Annars er stöðuna í þýsku 2. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks að finna hér.
- Auglýsing -