- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grænlendingar verða ekki með í undankeppni HM kvenna

Merki Handknattleikssambands Grænlands.
- Auglýsing -


Grænlenska handknattleikssambandið er í fjársvelti og hefur orðið að draga kvennalið sitt úr undankeppni heimsmeistaramótsins af þeim sökum. Ekki eru til peningar til þess að fjármagna þátttöku landsliðsins né undirbúning, eftir því sem fram kemur á HBold.dk.

Grænlenska landsliðið komst inn á HM 2023 eftir að undankeppnin var haldin heimafyrir. Vonir stóðu til þess að sú athygli sem undankeppnin fékk í landinu skilaði sér í auknum tekjum. Sú hefur ekki orðið raunin.


Eins og handbolti.is sagði frá á síðasta ári þá hefur illa gengið hjá grænlenska handknattleikssambandinu að afla tekna. M.a. lá niðri nánast allt starf hjá A-landsliðum kvenna og karla á síðasta ári vegna kostnaðar sem sambandið hafði af þátttöku 18 ára landsliðs kvenna á HM í Kína í ágúst.

Grænlenska kvennalandsliðið var með á HM 2023 í fyrsta sinn í 22 ár og mætti m.a. íslenska landsliðinu í Frederikshavn í keppninni um forsetabikarinn.

Þrátt fyrir að reka lestina á HM 2023 vakti grænlenska landsliðið mikla athygli á mótinu fyrir leikgleði og samstöðu auk þess sem á annað hundrað Grænlendingar fylgdu liðinu að heiman og í riðlakeppnina í Stavanger.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -