Elliði Snær Viðarsson fór á kostum annan leikinn í röð í kvöld þegar Gummersbach vann ungverska liðið Tatabánya, 33:27, í næst síðustu riðlakeppni 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handknattleik. Elliði skoraði sjö mörk í níu skotum í sigurleik lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar. Teitur Örn Einarsson var ekki í leikmannahópi Gummersbach í leiknum.
Á sama tíma gerðu Fenix Toulouse og Flensburg jafntefli, 35:35, í Frakklandi. Leikmenn Toulouse skoruðu þrjú síðustu mörkin.
Þar með er Flensburg efst í fjórða riðli fyrir lokaumferðina eftir viku með átta stig. Gummersbach hefur sex stig eins og Toulouse og betri stöðu í innbyrðis viðureignum. Tatabanýa rekur lestina án stiga og er alveg úr leik.
Efst beint í átta liða úrslit
Efsta lið riðilsins fer beint í átta liða úrslit en þau sem hafna í öðru og þriðja sæti reyna með sér í útsláttarkeppni um sæti í átta liða úrslitum 25. mars og 1. apríl gegn liðunum úr riðli þrjú hvar Melsungen, THW Kiel og Porto eru ásamt Vojvodina sem sem á veika von um þriðja sætið.
Krossspil milli riðils þrjú og fjögur
Liðið í öðru sæti í riðli fjögur mætir því sem hreppir þriðja sæti í riðli þrjú og þriðja sætið í riðli fjögur leikur við liðið sem hafnar í öðru sæti í riðli þrjú. Sennilega koma ekki öll kurl til grafar í þessu efnum fyrr að viku liðinni.
Sjá einnig: Dagur og félagar öruggir átta liða úrslit – á ýmsu gekk hjá Íslendingunum
Sjá nánar stöðuna hér fyrir neðan: