- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Endurkoman hefur dregist hjá Mariam – fór í aðra aðgerð fyrir áramót

Mariam Eradze er þjálfari hjá yngri flokkum Vals meðan hún jafnar sig af erfiðum meiðslum. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Handknattleikskonan Mariam Eradze hefur ekki leikið með Íslandsmeisturum Vals það sem af er leiktíðar en vonir stóðu til þess að hún kæmi til leiks um áramótin. Mariam sleit krossband á æfingamóti á Selfossi rétt áður en keppni í Olísdeildinni hófst haustið 2023.


Mariam sagði við handbolta.is að nauðsynlegt hafi verið fyrir hana að fara í aðgerð á hné undir lok síðasta ár. Hún er öll að sækja í sig veðrið og liði betur en áður. „Ég næ kannski leikjum áður en keppnistímabilið verður á enda. Ef ekki þá mæti ég til leiks í haust,“ sagði Mariam glöð í bragði þegar handbolti.is hitti hana eftir Evrópuleiki Vals um síðustu helgi.

Mariam gekk til liðs við Val fyrir fimm árum eftir að hafa farið ung til franska liðsins Toulon Saint-Cyr og leikið yfir 100 leiki með liðinu. Hún var í stóru hlutverki hjá meistaraliði Vals allt þangað til hún meiddist.

Mariam er samningsbundin Val til ársins 2027.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -